Færsluflokkur: Tónlist
13.6.2008 | 10:59
Ég átti afmæli í gær!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2008 | 20:45
Gobbledigook
Ég er mikill aðdáandi Sigurrósar og hef því verið að fylgjast mikið með því sem þeir eru að gera undanfarið, ég get sko ekki geðið eftir að platan "Með suð í eyrum við spilum endalaust" komi út núna 23. júní.Þegar ég vissi að lagið Gobbledigook væri til hlustunar ókeypis á netinu hljóp ég að tölvunni um leið og mér gafst tími til og hlustaði, eftir fyrstu hlustun hlustaði ég aftur og aftur og aftur, þar til ég vissi ekki einu sinni hversu oft ég væri búin að hlusta. Þegar ég hafði heyrt lagið þá ákvað ég að kíkja á myndbandið, ég viðurkenni að ég var mjög stressuð vegna þess hve miklar kröfur ég er farin að gera til sigurrósar myndbanda. Ég meina þau myndbönd sem við höfum séð eru öll þannig að maður situr bara orðlaus eftir þau. Þetta myndband er ólíkt öllu sem sigurrós hefur verið að gera, það er ekki slæmt eins og fólk er að ræða, en það er heldur ekki gott. Það angrar mig lítið að það sé nakið fólk í því hoppandi um og að hafa gaman því að það er einmitt þannig sem lagið Gobbledigook lætur mér líða, þegar ég hlusta á það langar mig til að vera úti þar sem er grænt gras og rólur og bara sumar og sól. Þess vegna eftir að hafa séð myndbandið frekar oft og spáð mikið í því ætla ég að segja að það hefði ekki verið hægt að gera betra myndband við þetta frábæra lag.
Einnig hef ég verið að lesa að fólki finnist þessar breytingar sem þeir eru að gera vera til hins verra, ég er alls ekki sammála þar, mér fannst einmitt vera komin tími á beitningar hjá Sigurrós og ég er alveg brjálæðilega stolt af þeim fyrir að hafa tekið það stökk.
Ég ætla að setja hið umtalaða myndband við lagið "Gobbledigook" hérna inná og endilega ef þú ert ekki búin að horfa smelltu þá á play...
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2008 | 18:43
The Kooks
The Kooks er band sem ég kynntist ekki fyrr en ég kom hingað til u.k þetta er svona indie rock og er ég gjörsamlega að fíla þá í tætlur. Söngvari bandsins er með ótrúlega flotta svona "mér er alveg sama" rödd og þeir líta allaf út fyrir að hafa farið í föt sem þeir fundu útá götu, það er eitthvað við lúkkið á þeim sem gerir þá svala. Mér líður stundum eins og ég þurfi að þurka af geisladisknum þeirra hann sé svo gamall.
Bandið var stofnað árið 2003 í Brighton (Englandi) af söngvaranum Luke Pritchard sem á þeim tíma var í Brighton institute of modern music. En þar kynntist hann öllum meðlimum bandsins. Nafnið kemur svo af plötunni Hunky Dory eftir tónlistarmanninn David Bowie en á þeirri plötu má finna lagið "Kooks".
Hljómsveitin hefur gefið út tvær plötur (Inside 2006) og (Konk 2008) á þeirri fyrri má finna smelli eins og "She moves in her own way" og "ohh la". Báðar þessar plötur hafa notið gríðarlegra vinsælda um allan heim og má þar sérstaklega nefna u.k og usa.
Söngvarinn talar mikið um að tónlist sé til að gleðja og segist ekki skilja fólk sem hlustar á tónlist sem dregur fólk niður. Hann segir í viðtali sem er á síðu þeirra að The Kooks sé ekki í að semja þannig tónlist. Einnig tekur hann það fram að hann voni að fólk geri sér samt grein fyrir að það er ekki endalaust hægt að gera af góðri tónlist og að góð tónlist þarfnist mikils tíma í vinnslu. Ég verð bara að segja ég er sammála honum með það, persónulega finnst mér margir listamenn vera farnir að fjöldaframleiða og spá bara í peningum. Og það er alveg fáránlegt að þeir listamenn sem gera það séu ekki farnir að gera sér grein fyrir að fólk heyrir það.
Rétt einsog með seinustu færslu ætla ég að láta myndband fylgja nema að þessu sinni hef ég ákveðið að láta myndband með lagi af hvorri plötunni fylgja með, Og það er lagið "Naive" sem er samið af söngvara bandsins þegar hann var aðeins 16 ára gamall. Naive er á fyrri plötu hljómsveitarinnar Inside. Seinna lagið ber nafnið "Always Where I Need to Be" og er af plötuni Konk.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2008 | 15:58
Ætli Lykke vilji leika við mig?
Ég er búin að vera að hlusta á nýja diskinn hennar Lykke Li og er að fíla hann ótrúlega vel, hann kemur alveg á réttum tíma fyrir mig, það er svo ótrúlega gott að fá nýja tónlist svona þegar sumarið er að byrja. Diskurinn sem heitir Youth Novels samanstendur af tólf lögum. Lögin skiptast í tvo flokka fyrir mér og eru það annarsvegar lög sem þú hlustar á þegar allt er glatað og sorglega myndin í sjónvarpinu er búin svo þú verður bara að setja eitthvað á til að halda mútinu því að allt á að vera sorglegt, og hins vegar lög sem fá mann til að muna hvernig það var að borga 50 kr til að fara á róló, sitja þar drullumalla og ljúka svo deginum á því að öskra 17. júní lagið í rólunum.
Li Lykke Timotej Zachrisson sem kallar sig Likke Li er fædd þann 18. mars árið 1986 í Stokholm (Svíþjóð). Hún talar mikið um að foreldar hennar séu henni mikill innblástur og segist hún hafi hlotið mjög listrænt uppeldi (móðir hennar er ljósmyndari og faðir tónlistarmaður) Þó svo að Li sé sænsk hefur hún búið í Portúgal í 5 ár og verið einnig mikið í Indlandi og Nepal. Auk þess að vera þekkt fyrir tónlist sýna er hefur Li einnig unnið sem dansari í sjónvarpi og segist hún nota þá kunnáttu mikið þegar hún stígur á svið og sést það vel í myndböndum hennar hvort sem það eru live upptökur eða official myndbönd.
Mig langar ótrúlega að láta lag fylgja þessari færslu, það er lagið sem ég get ekki hætt að spila og er öruglega búin að hlusta á núna þrjátíu sinnum á youtube á meðan ég skrifa þessa stuttu færslu. Og einnig lag sem fær mig til að hugsa hvort að Lykke væri til í að koma með mér á róló! En það er lagið Little Bit sem gerði hana svona fyrst fræga árið 2007.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)