Ætli Lykke vilji leika við mig?

lykke li mynd 2Ég er búin að vera að hlusta á nýja diskinn hennar Lykke Li og er að fíla hann ótrúlega vel, hann kemur alveg á réttum tíma fyrir mig, það er svo ótrúlega gott að fá nýja tónlist svona þegar sumarið er að byrja. Diskurinn sem heitir Youth Novels samanstendur af tólf lögum. Lögin skiptast í tvo flokka fyrir mér og eru það annarsvegar lög sem þú hlustar á þegar allt er glatað og sorglega myndin í sjónvarpinu er búin svo þú verður bara að setja eitthvað á til að halda mútinu því að allt á að vera sorglegt, og hins vegar lög sem fá mann til að muna hvernig það var að borga 50 kr til að fara á róló, sitja þar drullumalla og ljúka svo deginum á því að öskra 17. júní lagið í rólunum.

Li Lykke Timotej Zachrisson sem kallar sig Likke Li er fædd þann 18. mars árið 1986 í Stokholm (Svíþjóð). Hún talar mikið um að foreldarlykke li 3 hennar séu henni mikill innblástur og segist hún hafi hlotið mjög listrænt uppeldi (móðir hennar er ljósmyndari og faðir tónlistarmaður) Þó svo að Li sé sænsk hefur hún búið í Portúgal í 5 ár og verið einnig mikið í Indlandi og Nepal. Auk þess að vera þekkt fyrir tónlist sýna er hefur Li einnig unnið sem dansari í sjónvarpi og segist hún nota þá kunnáttu mikið þegar hún stígur á svið og sést það vel í myndböndum hennar hvort sem það eru live upptökur eða official myndbönd. 

Mig langar ótrúlega að láta lag fylgja þessari færslu, það er lagið sem ég get ekki hætt að spila og er öruglega búin að hlusta á núna þrjátíu sinnum á youtube á meðan ég skrifa þessa stuttu færslu. Og einnig lag sem fær mig til að hugsa hvort að Lykke væri til í að koma með mér á róló! En það er lagið Little Bit sem gerði hana svona fyrst fræga árið 2007.

 

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband