Gobbledigook

sigurrosÉg er mikill aðdáandi Sigurrósar og hef því verið að fylgjast mikið með því sem þeir eru að gera undanfarið, ég get sko ekki geðið eftir að platan "Með suð í eyrum við spilum endalaust" komi út núna 23. júní.Þegar ég vissi að lagið Gobbledigook væri til hlustunar ókeypis á netinu hljóp ég að tölvunni um leið og mér gafst tími til og hlustaði, eftir fyrstu hlustun hlustaði ég aftur og aftur og aftur, þar til ég vissi ekki einu sinni  hversu oft ég væri búin að hlusta. Þegar ég hafði heyrt lagið þá ákvað ég að kíkja á myndbandið, ég viðurkenni að ég var mjög stressuð vegna þess hve miklar kröfur ég er farin að gera til sigurrósar myndbanda. Ég meina þau myndbönd sem við höfum séð eru öll þannig að maður situr bara orðlaus eftir þau. Þetta myndband er ólíkt öllu sem sigurrós hefur verið að gera, það er ekki slæmt eins og fólk er að ræða, en það er heldur ekki gott. Það angrar mig lítið að það sé nakið fólk í því hoppandi um og að hafa gaman því að það er einmitt þannig sem lagið Gobbledigook lætur mér líða, þegar ég hlusta á það langar mig til að vera úti þar sem er grænt gras og rólur og bara sumar og sól.  Þess vegna eftir að hafa séð myndbandið frekar oft og spáð mikið í því ætla ég að segja að það hefði ekki verið hægt að gera betra myndband við þetta frábæra lag.

Einnig hef ég verið að lesa að fólki finnist þessar breytingar sem þeir eru að gera vera til hins verra, ég er alls ekki sammála þar, mér fannst einmitt vera komin tími á beitningar hjá Sigurrós og ég er alveg brjálæðilega stolt af þeim fyrir að hafa tekið það stökk.

Ég ætla að setja hið umtalaða myndband við lagið "Gobbledigook" hérna inná og endilega ef þú ert ekki búin að horfa smelltu þá á play... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir mitt leiti var nauðsyn að þeir félagar gerðu einhverja breytingu. Ég var orðin hundleið á þeim og satt best að segja nennti ekki að hlusta lengur á nýjustu plöturnar þeirra því mér fannst þeir alltaf vera að gera það sama aftur og aftur.

Ég er ánægð með þetta, mér líst vel á lagið og breytingarnar þeirra. Ég gafst upp á þeim við () og hef lítið sem ekkert hlustað á þá síðan en það verður breyting á hjá mér upp úr þessu. 

Ragga (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband