The Kooks

kooks mynd eittThe Kooks er band sem ég kynntist ekki fyrr en ég kom hingað til u.k þetta er svona indie rock og er ég gjörsamlega að fíla þá í tætlur. Söngvari bandsins er með  ótrúlega flotta svona "mér er alveg sama" rödd og þeir líta allaf út fyrir að hafa farið í föt sem þeir fundu útá götu, það er eitthvað við lúkkið á þeim sem gerir þá svala. Mér líður stundum eins og ég þurfi að þurka af geisladisknum þeirra hann sé svo gamall.

Bandið var stofnað árið 2003 í Brighton (Englandi) af söngvaranum Luke Pritchard sem á þeim tíma var í Brighton institute of modern music. En þar kynntist hann öllum meðlimum bandsins. Nafnið kemur svo af plötunni Hunky Dory eftir tónlistarmanninnkooks mynd 3 David Bowie en á þeirri plötu má finna lagið "Kooks". 

Hljómsveitin hefur gefið út tvær plötur (Inside 2006) og (Konk 2008) á þeirri fyrri má finna smelli eins og "She moves in her own way" og "ohh la".  Báðar þessar plötur hafa notið gríðarlegra vinsælda um allan heim og má þar sérstaklega nefna u.k og usa.

Söngvarinn talar mikið um að tónlist sé til að gleðja og segist ekki skilja fólk sem hlustar á tónlist sem dregur fólk niður. Hann segir í viðtali sem er á síðu þeirra að The Kooks sé ekki í að semja þannig tónlist. Einnig tekur hann það fram að hann voni að fólk geri sér samt grein fyrir að það er ekki endalaust hægt að gera af góðri tónlist og að góð tónlist þarfnist mikils tíma í vinnslu. Ég verð bara að segja ég er sammála honum með það, persónulega finnst mér margir listamenn vera farnir að fjöldaframleiða og spá bara í peningum. Og það er alveg fáránlegt að þeir listamenn sem gera það séu ekki farnir að gera sér grein fyrir að fólk heyrir það.

Rétt einsog með seinustu færslu ætla ég að láta myndband fylgja nema að þessu sinni hef ég ákveðið að láta myndband með lagi af hvorri plötunni fylgja með, Og það er lagið "Naive" sem er samið af söngvara bandsins þegar hann var aðeins 16 ára gamall. Naive er á fyrri plötu hljómsveitarinnar Inside. Seinna lagið ber nafnið "Always Where I Need to Be" og er af plötuni Konk.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband